Um okkur

Félagið

Þann 27. feb 2014 var haldinn í Skjólbrekku stofnfundur Menningarfélagsins Gjallanda.

 

Tilgangur félagsins er að efla menningarstarfsemi í Mývatnssveit og tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að standa að menningar- og fræðslutengdum viðburðum. Stefnt er að því að virkja einstaklinga í skapandi starfi og efla vitund fólks um menningu og sögu. Jafnframt er markmiðið að ýta undir aukna menntun í Mývatnssveit með fjölbreyttu samstarfi við fræðasamfélagið. Enn fremur á félagið að vera vettvangur félagsmanna til að afla styrkja og stuðnings við menningartengd verkefni sem stjórn félagsins hefur samþykkt.

 

Lög félagsins má lesa hér.

 

Í stjórn Menningarfélagsins Gjallanda sitja:

 

Garðar Finnsson, formaður

Davíð Örvar Hansson, gjaldkeri

Arna Hjörleifsdóttir, aðalritari

Arnþrúður Dagsdóttir, meðstjórnandi

Hulda Hrund Sigmundsdóttir, meðstjórnandi